[sam_zone id=1]

Calais tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu

Calais hélt áleiðis til suður-Frakklands og lék þar gegn liði CNVB sem er staðsett í Montpellier og er einskonar æfingastöð fyrir unga franska leikmenn. Þarna æfa flestir leikmenn sem spila með unglingalandsliðum Frakklands.

Calais hafði ekki tapað leik í deildinni þetta tímabil og hafði ekki tapað leik síðan í janúar á þessu ári.
Ungt lið CNVB var þó sterkt til að byrja með og voru uppgjafir liðsins að valda Calais miklum vandræðum. Það var þó jafnræði með liðunum en CNVB voru sterkari undir lok hrinunnar og unnu hana 25-22.

Calais byrjaði aðra hrinuna betur og voru yfir 8-4 í fyrsta tæknihléi. CNVB voru þó ekki lengi að snúa hrinunni sér í vil og með sterkum uppgjöfum settu þeir liðsmenn Calais í mikil vandræði. CNVB enduðu á því að vinna aðra hrinuna öruggt 25-19 og voru þar með komnir í góða stöðu.

CNVB byrjuðu þriðju hrinuna vel og virtust ætla að sigla heim öruggum sigri. Calais vaknaði þó um miðja hrinuna og náði að komast yfir. Lok hrinunnar var æsispennandi en þar voru það þó CNVB sem voru aftur sterkari og unnu 25-23 sigur og þar með leikinn 3-0.

Fyrsta tap Calais á leiktíðinni staðreynd en liðið er þó enþá í öðru sætinu með jafnmörg stig og CNVB.

Hafsteinn var í byrjunarliði Calais og lék hann allan leikinn á miðjunni.

Úrslit og stöðu í deildinni má sjá hér.