[sam_zone id=1]

Öruggur sigur Tromsø

Tromsø, lið landsliðsmannana Kristjáns og Mána mætti í gær liði Askim í eftstu deild Noregs. Fyrirfram var búist við nokkuð þægilegum sigri Tromsø enda liðið í efri helmingi deildarinnar á meðan Askim sat á botninum án stiga.

Leikurinn var jafn til að byrja með en þegar leið á hrinuna þá kom gæðamunurinn í ljós og Tromsø seig framúr. Þrátt fyrir ágætis sprett hjá Askim í lokinn þá var það ekki nóg og Tromsø vann fyrstu hrinuna 25-19.
Önnur hrinan var síðan eign Tromsø frá upphafi til enda og gáfu þeir Askim mönnum aldrei neinn möguleika í hrinunni en þeir unnu hana 25-14.
Lokahrinan var síðan svipuð þeirri fyrstu en í stöðunni 11-8 ,Tromsø í vil, meiðist Máni og þurfti að fara af velli og ungur varauppspilari liðsins kom inná. Hann skilaði sínu vel og hafði þetta því ekki mikil áhrif á Tromsø liðið sem að kláraði hrinuna 25-19 og unnu þarmeð leikinn 3-0.

Góður sigur hjá Tromsø liðinu sem að er jafnt hinum toppliðinum að stigum á toppi deildarinnar. En vissulega setti það smá svartan blett á leikinn að Máni skildi meiðast en hann nær sér vonandi fljótt.
Kristján og Máni voru að vanda í byrjunarliðinu og gerði Máni 1 stig en Kristján gerði 7 stig.