[sam_zone id=1]

KA sigur í spennandi leik

KA og Vestri mættust í dag í Mizuno-deild karla. Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda en KA voru með einn sigur eftir þrjá leiki á meðan Vestri hafði tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til.

KA menn byrjuðu betur og komust í 7-1 og virtis allt stefna í öruggan KA sigur en hægt og rólega komust Vestri inn í hrinuna og voru búnir að jafna í stöðunni 17-17. Það var Mateuz Klóska sem að leiddi Vestra menn áfram á þessum tímapunkti og með hann í fararbroddi unnu Vestramenn hrinuna 25-21 og unnu þarmeð sína fyrstu hrinu í deildini í vetur.
Næsta hrina var jöfn til að byrja með og fengu áhorfendur að sjá flotta takta hjá báðum liðum en það voru KA menn sem að reyndust sterkari og unnu þeir hrinuna 25-19.
Þriðja hrina var síðan keimlík þeirri annari en hana unnu KA einnig 25-22 og voru því komnir í þægilega stöðu.
Vestri neituðu að gefast upp og spiluðu mjög vel í fjórðu hrinu sem að þeir leiddu allan tímann. Þeir unnu þá hrinu 25-18 og tryggðu sér þarmeð oddahrinu og sitt fyrsta stig í vetur.
Í oddahrinunni skiptust liðin á stigum í byrjun en hægt og rólega sigu KA menn framúr og liðin skiptu um vallarhelming í stöðunni 8-5 fyrir KA. Þeir héldu síðan áfram að þjarma að Vestra og unnu á endanum öruggan sigur í hrinunni 15-8.

Atkvæðamestir í liði KA voru Miguel Mateo með 27 stig en Alexander Arnar bætti við 17 stigum. Hjá Vestra var Mateuz Klóska stigahæstur með 27 stig.

KA vinna þarmeð sinn annan sigur í vetur og annan leikinn sinn í röð á meðan Vesti tekur sitt fyrsta stig og jafnar Aftureldingu að stigum en eru samt ennþá á botni deildarinnar.