[sam_zone id=1]

Kjörísbikarinn: Fyrstu umferð lokið

Fyrsta umferð Kjörísbikarsins kláraðist í vikunni en það voru þrír leikir í þessari fyrstu umferð. Tveir leikir kvennameginn og einn karlameginn.

Í fyrstu umferð kvenna mættust fyrst nágrannaliðin Þróttur Vogum og Keflavík. Skemmst er frá því að segja að þetta var hörkuleikur þar sem Keflavík hafði að lokum sigur 3-2.

Í hinum leiknum mættust lið Fylkis og BFH sá leikur var ekki alveg eins spennandi þar sem Fylkir sigraði nokkuð örugglega 3-0.

Úrslit 1. umferð

Þróttur Vogum – Keflavík 2-3 (25-22, 25-14, 27-29, 27-29, 10-15)
Fylkir – BFH 3-0 (25-19, 25-17, 25-15)

Í fyrstu umferð hjá körlunum var einn leikur en þar mættust lið Keflavíkur og Laugdæla. Þessi leikur var einnig mjög spennandi og fór alla leið í oddahrinu þar sem heimamenn í Keflavík höfðu sigur.

Úrslit 1. umferð

Keflavík – Laugdælir 3-2 (25-16, 20-25, 25-19, 22-25, 15-13)

Einnig er ljóst hvaða lið mætast í annari umferð keppninnar.

2. umferð

Konur
3/11 UMFL – KA Krákur
Keflavík – Völsungur (dagsetning óljós)

Karlar
Keflavík – Hamar (dagsetning óljós)
6/11 Þróttur Vogum – Fylkir