[sam_zone id=1]

Naumt tap í toppslag

Tromsø lið landsliðsmannana Kristjáns og Mána lék í gær sinn fjórða leik á tímabilinu gegn Viking. Bæði lið voru taplaus fyrir þennan leik og því var búist við hörkuleik fyrirfram.

Leikurinn var jafn til að byrja með en um miðja hrinu sigu leikmenn Viking framúr og unnu fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 19-25.
Tromsø menn mættu ákveðnir í næstu hrinu og sýndu frábæra takta í blokk og vörn þeir uppskáru mikið af auðveldum stigum upp úr því og leiddu þægilega alla hrinuna sem að þeir unnu að lokum 25-18. Það var sama saga í þriðju hrinunni Tromsø hélt áfram að spila vel og settu leikmenn Viking í mikil vandræði, þessi hrina var samt aðeins jafnari en Tromsø voru sterkari í lokinn og unnu 25-22.
Tromsø byrjuðu einnig fjórðu hrinuna betur en Viking voru aldrei langt undan og voru leikar jafnir um miðja hrinu. Með sterkum uppgjöfum náðu leikmenn Viking að slíta sig frá Tromsø og unnu fjórðu hrinuna 19-25.
Leikurinn fór því alla leið í oddahrinu þar sem áhorfendur fengu að sjá langar og skemmtilegar skorpur í byrjun hrinunar en eftir það slitu leikmenn Viking sig frá Tromsø og þrátt fyrir fína baráttu Tromsø liðsins þá náðu þeir aldrei forskoti Viking sem að unnu fimmtu hrinuna 15-9 og þar með leikinn 3-2.

Svekkjandi tap hjá Tromsø sem að sýndu þó mjög góð tilþrif á köflum.
Kristján og Máni spiluðu báðir allan leikinn og stóðu sig vel en Máni stjórnaði spilinu vel og skoraði sjálfur 7 stig, Kristján skoraði 14 stig, þar af 7 blokkir.