[sam_zone id=1]

Dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu

Í gær fór fram eins konar árshátíð Blaksambands Evrópu og voru ýmsir aðilar heiðraðir fyrir störf sín.

Hátíðin fór fram í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, og voru þar verðlaun veitt fyrir árangur á þessu ári. Einnig voru þekkt nöfn úr blakheiminum verðlaunuð fyrir störf sín gegnum árin. Hæst bar að hin serbnesku Tijana Boskovic og Uros Kovacevic voru valin leikmenn ársins en þau voru einnig valin mikilvægustu leikmenn EuroVolley 2019. Kåre Mol var svo valinn þjálfari ársins í strandblakinu en hann þjálfar norsku gulldrengina Anders Mol og Christian Sørum. Nánar um hátíðina hér.

Sama kvöld var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í bæði karla- og kvennaflokki. Enn eru tvö laus sæti í hvorri keppni og sigurvegarar umspilsleikja munu taka þau sæti. Keppnin hefst dagana 19.-21. nóvember kvennamegin og 3.-5. desember karlamegin. Upplýsingar um Meistaradeildina má nálgast með því að smella hér.

Meistaradeild kvenna

A-riðill : Eczacibasi VitrA Istanbul (Tyrkland) – Budowlani Łódź (Pólland) – LP Salo (Finnland) – Fenerbahce Opet Istanbul (Tyrkland)

B-riðill : Vakifbank Istanbul (Tyrkland) – Lokomotiv Kaliningrad (Rússland) – Nova KBM Branik Maribor (Slóvenía) – Savino Del Bene Scandicci (Ítalía)

C-riðill : Igor Gorgonzola Novara (Ítalía) – ŁKS Commercecon Łódź (Pólland) – Allianz MTV Stuttgart (Þýskaland) Olomouc (Tékkland) eða Yuzhny (Úkraína)

D-riðill : Carraro Imoco Conegliano (Ítalía) – Nantes VB (Frakkland) – CSM Volei Alba Blaj (Rúmenía)Budapest (Ungverjaland) eða Tirana (Albanía)

E-riðill : Dinamo Moscow (Rússland) – RC Cannes (Frakkland) – Maritza Plovdiv (Búlgaría) – Uralochka Ekaterinburg (Rússland)

Meistaradeild karla

A-riðill : Cucine Lube Civitanova (Ítalía) – Fenerbahce HSI Istanbul (Tyrkland) – Jihostroj Ceske Budejovice (Tékkland) – Trentino Itas (Ítalía)

B-riðill : Kuzbass Kemerevo (Rússland) – Berlin Recycling Volleys (Þýskaland) – ACH Volley Ljubljana (Slóvenía) – Fakel Novy Urengoy (Rússland)

C-riðill : Zenit Kazan (Rússland) – Halkbank Ankara (Tyrkland) – VC Greenyard Maaseik (Belgía) – Jastrzebski Wegiel (Pólland)

D-riðill : Sir Colussi Sicoma Perugia (Ítalía) – Projekt Warszawa (Pólland) – Tours VB (Frakkland)Umspilssæti

E-riðill : Zaksa Kedzierzyn-Kozle (Pólland) – VfB Friedrichshafen (Þýskaland) – Knack Roeselare (Belgía)Umspilssæti

Norðurlöndin eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í Meistaradeildinni þetta árið þar sem að finnska liðið LP Salo leikur í A-riðli kvennamegin. Lið Sastamala, sem er einnig frá Finnlandi, leikur í umspili um lausu sætin tvö karlamegin. Þá er gaman að því að Massimo Pistoia, fyrrum þjálfari HK og karlalandsliðs Íslands, er í þjálfarateymi Knack Roeselare sem leikur í E-riðli karlamegin.

Fyrirkomulagið er á þann veg að sigurvegarar riðlanna komast í 8-liða úrslit auk þriggja liða úr 2. sæti riðlanna. Úrslitaleikir fara svo fram dagana 16. og 17. maí 2020.