[sam_zone id=1]

Brasilía vann World Cup karla

World Cup karla, sem haldið var í Japan, lauk á þriðjudag þegar síðustu leikir mótsins fóru fram.

Tvær bestu þjóðir hverrar heimsálfu taka þátt í mótinu en ríkjandi heimsmeistarar og mótshaldarar fá einnig þátttökurétt. Liðin eru alls 12 talsins og hér að neðan má sjá lokastöðu mótsins :

Lokastaða World Cup karla 2019.

Brasilía vann alla leiki sína á mótinu og er sigurvegari World Cup karla 2019. Enn fremur þurfti liðið aðeins einu sinni að leika oddahrinu en það var í 3-2 sigri gegn Póllandi. Í öðru sæti var lið Póllands með 9 sigra í 11 leikjum en rétt á eftir þeim kom bronslið Bandaríkjanna sem vann einnig 9 leiki en var með 27 stig gegn 28 stigum Póllands.

Gestgjafarnir í liði Japan áttu frábært mót og náðu í 4. sætið. Liðið spilar hraðan og skemmtilegan bolta auk þess sem þeir nutu mikils stuðnings heimamanna í öllum leikjum sínum.

Dream Team

Uppspilari : Micah Christenson (Bandaríkin)

Kantar : Wilfredo Leon (Pólland) og Yuki Ishikawa (Japan)

Díó : Yuji Nishida (Japan)

Miðjur : Maxwell Holt (Bandaríkin) og Lucas Saatkamp (Brasilía)

Frelsingi : Thales Hoss (Brasilía)

MVP : Alan Souza (Brasilía)

Nú er löngu landsliðstímabili lokið hjá mörgum af þeim leikmönnum sem tóku þátt í mótinu og geta stóru deildirnar farið af stað af alvöru.