[sam_zone id=1]

U17 ára lið pilta spilar um brons

Norðurlandamót undir 17 ára landsliða hélt áfram í dag en mótið fer fram í Ikast í Danmörku.

Stelpurnar mættu Englandi í morgun og þrátt fyrir góðan leik þá höfðu þær ensku betur 3-1 (25-16, 25-20, 17-25, 25-20). Það er því ljóst að stelpurnar spila um 5-7 sæti á morgun.

Strákarnir spilaðuðu við Noreg í morgun en Ísland vann fyrstu tvær hrinurnar. Norðmenn komu hinsvegar sterkir til baka og unnu næstu þrjár hrinur og leikinn þar með 3-2 (21-25, 22-25, 25-14, 25-5, 15-11). Seinni leikur liðsins í dag var gegn toppliði keppninnar Svíþjóð og vann Ísland 3-0 (25-20, 26-24, 25-21) sigur í hörkuleik. Ísland er með 9 stig í keppninni og spilar um bronsverðlaun á morgun en sá leikur er kl. 11.00 (09:00 íslenskur tími) gegn Danmörku