[sam_zone id=1]

Tvöfaldur Tromsø sigur

Tromsø með landsliðsmennina Kristján Valdimarsson og Mána Matthíasson spiluðu tvo leiki um síðastliðna helgi. Þetta var annar og þriðji leikur liðsins, þeir félagar gátu ekki verið með í fyrsta leiknum vegna anna með landsliðinu en sá leikur vannst einnig 3-1.

Fyrri leikurinn var gegn OSI, fyrirfram var Tromsø líklegra liðið en OSI er gott blaklið og það sýndu þeir á köflum í leiknum.
Allar hrinurnar voru keimlíkar Tromsø leiddi með fáum stigum framan að en þegar síga tók á hrinurnar þá sýndu Tromsø gæði sín og sigu framúr en leikurinn endaði með 3-0 sigri Tromsø, 25-20, 25-20, 25-22.
Máni stjórnaði spilinu vel og gerði einnig 3 stig en Kristján sem er fyrirliði liðsins í ár gerði 8 stig.

Seinni leikurinn var gegn NTNUI og var búist við jöfnum leik fyrirfram. Leikurinn var einnig mjög jafn en hann spilaðist mjög svipað og leikurinn daginn áður þar sem Tromsø menn sigu framúr í lokinn. Nema í annari hrinunni voru Tromsømenn eitthvað værukærir og NTNUI náði að stela sigrinum. Tromsø svörðu samt vel fyrir sig og unnu næstu tvær hrinur og þar með leikinn 3-1 (25-20, 26-24, 25-22, 25-19).
Máni og Kristján áttu aftur góðan leik og gerði Máni 2 stig en Kristján 10.

Þetta var góð ferð fyrir Tromsø sem að er með fullt hús stiga eftir 3 leiki.