[sam_zone id=1]

KA með góðan sigur fyrir norðan

KA tók á móti Álftanesi í Mizunodeild kvenna í kvöld en leikið var í KA heimilinu á Akureyri.

KA byrjaði leikinn af miklum krafti en KA var komið í 5-0 strax í byrjun leiks. Luz Medina uppspilari KA hefur verið gífurlega öflug í uppgjafarreitnum og skoraði hún tvö stig beint úr uppgjöf strax í upphafi leiks. Álftanes komast aldrei nálægt KA liðinu í hrinunni sem endaði með sigri KA 25-17.

Það voru hinsvegar gestirnir sem snéru við blaðinu í annarri hrinu en Álftanes komst í 4-0 í upphafi hrinu. KA stelpur náðu hinsvegar að jafna leikinn 7-7 eftir mistök í sóknarleik Álftaness. Hrinan var öll í járnum lengst af en svo voru það KA sem náðu að bíta frá sér og tryggði Helena Kristín Gunnarsdóttir KA sigur í hrinunni 25-21.

Áfram hélt leikurinn áfram að vera jafn í þriðju hrinu en Paula Del Olmo Gomez snéri hinsvegar leiknum KA í vil en Paula setti í fluggírinn undir miðja hrinu. KA sigraði þriðju hrinu 25-16 og leikinn þar með 3-0.

Stigahæst í liði KA var Helena Kristín Gunnarsdóttir með 15 stig en næst á eftir henni kom Paula Del Olmo Gomez með 14 stig. Stigahæst í liði Álftaness var Ísabella Erna Sævarsdóttir með 11 stig.

KA er eftir sigurinn með 9 stig í efsta sæti eftir 3 leiki en Álftanes er í 3. sæti með 3 stig eftir 3 leiki.

Næsti leikur KA er 2. nóvember þegar liðið fær Þrótt Reykjavík í heimsókn. Næsti leikur Álftaness er 6. nóvember þegar liðið heimsækir Aftureldingu.