[sam_zone id=1]

Kína sigurvegari í heimsbikar kvenna

Heimsbikarmót kvenna í blaki fór fram í Japan og hefur verið í gangi síðustu tvær vikur. Þar keppa 12 lið allsstaðar úr heiminum um heimsbikar kvenna, en mótið er haldið á fjögurra ára fresti og er ávallt ári á undan ólympíleikunum. Áður fyrr gaf þessi keppni sæti á ólympíuleikunum en fyrir nokkrum árum var hætt með það fyrirkomulag.

Í keppninni leika allir við alla og spila liðin því öll 11 leiki á stuttum tíma. Að þessu sinni var það lið Kína sem var hlutskarpast en þær unnu alla sína leiki og tryggðu sér gullverðlaun á mótinu. Lið Bandaríkjana var í öðru sæti og Rússar voru síðastar á verðlaunapall og tóku bronsið með sér heim.

Þetta er í fimmta sinn sem Kína vinnur þessa keppni og eru þær nú sú þjóð sem hefur sigrað keppnina oftast en þar á eftir kemur Kúba með 4 titla.

Lið mótsins var einnig valið en þar voru liðsmenn Kína fjölmennir.

Kanntmenn: Zhu Ting Kína, Kelsey Robinson Bandaríkin
Miðjumenn: Irina Koroleva Rússland, Yan Ni Kína
Frelsingi: Wang Mengjie Kína
Besti uppspilari: Ding Xia Kína
Besti díó: Andrea Drews Bandaríkin

Mikilvægasti leikmaðurinn: Zhu Ting Kína

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér.