[sam_zone id=1]

Mason Casner í Álftanes

Karlalið Álftaness fékk mikinn liðsstyrk í dag þegar ljóst varð að Mason Casner muni leika með liðinu.

Mason hefur undanfarin ár leikið með liði KA en þangað kom hann í upphafi árs 2017. Lið KA var mjög sigursælt með hann innbyrðis og vann til að mynda þrennuna í fyrra og var hann fastamaður í byrjunarliðinu. Mason er öflugur miðjumaður og mun styrkja hávörn Álftnesinga mikið á tímabilinu.

Álftanes hefur nú þegar leikið tvo leiki í Mizunodeild karla og eru með 3 stig eftir einn sigur og eitt tap. Næstu leikir liðsins verða á Ísafirði dagana 19. og 20. október en þá leikur liðið tvo leiki við nýliða Vestra.