[sam_zone id=1]

EuroVolley 2019: Undanúrslit hefjast í dag

Aðeins fjögur lið eru eftir á EM karla og hefjast undanúrslitin í dag með einum leik.

Mikil spenna var í 8-liða úrslitunum en það voru lið Frakklands, Serbíu, Póllands og Slóveníu sem komust áfram í undanúrslitin. Slóvenar eru eina liðið sem hefur tapað leik í keppninni en hin þrjú liðin eru ósigruð það sem af er móti.

Annar undanúrslitaleikurinn fer fram í dag og er það viðureign Póllands og Slóveníu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst útsending 18:20. Pólverjar virðast óstöðvandi en Slóvenía sýndi gegn Rússum að þeim séu allir vegir færir, sérstaklega með þennan ótrúlega stuðning. Pólverjar hafa einnig fjölmennt á leiki mótsins og því ætti andrúmsloftið á leiknum að verða ansi magnað.

Leikur dagsins

18:30 Pólland – Slóvenía

Mynd fengin af heimasíðu EuroVolley 2019.