[sam_zone id=1]

KA sigraði Álftanes fyrir norðan

KA og Álftanes mættust í Mizunodeild karla norður á Akureyri í kvöld.

Þrefaldir meistarar KA voru í leit af sínum fyrstu stigum en KA liðið tapaði báðum leikjum sínum austur í Neskaupstað um helgina. Álftanes mætti hinsvegar Aftureldingu og höfðu þar betur 3-1.

Miguel Mateo Castrillo var mættur aftur í lið KA en hann var fjarverandi um helgina þegar liðið tapaði gegn Þrótti Neskaupstað í tveimur leikjum.

KA byrjaði leikinn vel með sigri í fyrstu hrinu 26-24 en Álftanes svaraði fyrir sig í annarri hrinu með sigri 25-18. Sóknarleikur beggja liða var í fyrirrúmi en Miguel Mateo og Róbert Karl Hlöðversson fóru fyrir sínum liðum. KA snéri svo leiknum sér í hag með sigri í þriðju hrinu 25-17 og því búnir að tryggja sér sitt fyrsta stig í vetur. KA kláraði svo leikinn með sigri í fjórðu hrinu 29-27.

KA liðið er með mikið breytt lið frá því síðasta vetur og sigurinn því kærkominn, ungir strákar eru að stíga upp.

Stigahæstur í leiknum í kvöld var Miguel Mateo Castrillo með 24 stig fyrir KA. Stigahæstur í liði Álftaness var Róbert Karl Hlöðversson með 12 stig.