[sam_zone id=1]

HK sigrar í miklum baráttu leik

Einn leikur fór fram í Mizunodeild kvenna í kvöld þegar HK tók á móti Þrótti Reykjavík í Fagralundi.

Bæði lið voru að leika sinn fyrsta leik í Mizunodeildinni í vetur og var því fróðlegt að sjá hvernig liðin myndu mæta til leiks. HK hafði spilað einn mótsleik í vetur þegar liðið mætti KA í leik um titilinn Meistarar Meistaranna, KA hafði þar betur 3-2.

HK er án þriggja sterkra leikmanna frá síðasta vetri en þær Hjördís Eiríksdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Elísabet Einarsdóttir verða ekki með HK að sinni. Hjá Þrótti má helst nefna að Sunna Þrastardóttir hefur lagt skóna á hilluna í bili og verður því ekki með Þrótti í vetur, en Sunna lék aðeins með Þrótti að hluta til síðasta vetur. Hjá Þrótti var hinsvegar mættur nýr leikmaður Cristina A. Oliveira F.

Eftir jafna byrjun voru það Þróttarar sem náðu yfirhöndinni og voru yfir undir miðja fyrstu hrinu, sterkar uppgjafir þróttar settu heimastúlkur í mikil vandræði. Emil Gunnarsson þjálfari HK tók leikhlé í stöðunni 8-13. Þróttur hélt góðri pressu á HK og náðu gestirnir hvað mestu forskoti 21-12. HK stúlkur gáfust hinsvegar ekki upp og kom Elsa Sæný Valgeirsdóttir inn í lið HK. HK náði að snúa hrinunni við og jafna 24-24 en HK skoraði 5 stig beint úr uppgjöf á stuttum tíma. Þessi góði kafli HK reyndist hinsvega ekki nægur því Þróttur fór að lokum með sigur 26-24.

Þróttur var með mikla yfirburði lengst af í annarri hrinu en María Gunnarsdóttir skoraði tvö stig úr uppgjöf fyrir Þrótt strax í byrjun hrinu. Þróttur leiddi 9-2 áður en að HK gat fundið einhver svör við sterku spili Þróttar. HK tók sitt fyrsta leikhlé þegar liðið var undir 9-17 en strax í kjölfarið fór leikurinn aðeins að jafnast. HK átti gífurlega sterkan kafla undir miðja hrinu en með Laufeyju Björk í uppgjafarreitnum komst HK yfir 24-23. Lokakafli hrinunnar varð æsispennandi en þar hafði HK að lokum betur 29-27.

Aftur voru það gestirnir sem byrjuðu þriðju hrinu af krafti en Þróttur náði strax góðri pressu á HK og gerðu þær heimastúlkum erfitt fyrir. HK stúlkur voru hinsvegar aldrei langt á eftir en þessi hrina var töluvert jafnari en fyrri tvær. Þróttur var hinsvegar ávalt yfir allt fram að 18-18 þegar HK jafnar eftir góðan kafla. HK snéri svo hrinunni sér í hag og sigraði þriðju hrinu 27-25.

Sagan endurtók sig í fjórðu hrinu en aftur voru það Þróttarar sem komu inní hrinuna af miklum krafti, 4-0 var staðan fyrir gestina strax í byrjun hrinu. Leikurinn var hinsvegar fljótur að jafnast en þegar fór að líða á hrinuna þá köstuðu heimastúlkur hrinunni algjörlega frá sér eftir ýtrekuð sóknar og uppgjafar mistök. Þróttur fór með nokkuð þæginlegan sigur 25-19.

Þróttarar geta verið gífurlega vonsviknar að hafa ekki unnið leikinn en eftir að hafa verið yfir megnið af fimmtu hrinu þá var það frábær baráttu sigur HK sem skilaði HK sigri í hrinunni 15-12. HK tók 8-1 kafla undir lok oddahrinunnar og skilaði það þeim sigri.

HK sigrar því 3-2 í miklum baráttu leik sem stóð yfir í tæpar tvær og hálfa klukkustund sem er vel í lengra laginu.

Stigahæst í leiknum í dag var Laufey Björk Sigmundsdóttir leikmaður HK með 21 stig en næst á eftir henni kom Eldey Hrafnsdóttir leikmaður Þróttar með 20 stig.