[sam_zone id=1]

EuroVolley 2019: Slóvenía vann Rússland

Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós á EM karla í gær þegar 8-liða úrslitin hófust.

Tveir leikir voru á dagskrá og voru það Pólverjar sem hófu leik gegn Þýskalandi. Pólverjar þykja mjög sigurstranglegir og hafa litið frábærlega út það sem af er keppni. Þeir áttu ekki í miklum vandræðum með þýska liðið og unnu 3-0 sigur.

Seinni leikur dagsins var frábær skemmtun en þar urðu einnig mjög óvænt úrslit. Rússar mættu heimamönnum í Slóveníu en þessi lið mættust einnig í riðlakeppninni. Þar fór Rússland með 3-1 sigur en í gær var komið að Slóvenum að vinna 3-1. Allar hrinur leiksins voru æsispennandi en að lokum náðu Slóvenar að tryggja sér 3-1 sigur og slógu ríkjandi evrópumeistara úr leik.

Á morgun fara seinni tveir leikir 8-liða úrslitanna fram þegar Frakkland mætir Ítalíu og Serbía mætir Úkraínu. Frakkar og Serbar eru enn ósigraðir en nú er allt undir.

Úrslit gærdagsins

Pólland 3-0 Þýskaland (25-19, 25-21, 25-18). Wilfredo Leon skoraði 18 stig fyrir Pólland en György Grozer skoraði sömuleiðis 18 stig fyrir Þýskaland.

Rússland 1-3 Slóvenía (23-25, 22-25, 25-21, 21-25). Victor Poletaev skoraði 20 stig fyrir Rússland og Egor Kliuka bætti við 19 stigum. Í jöfnu liði Slóveníu var Tine Urnaut stigahæstur með 13 stig en Mitja Gasparini og Klemen Cebulj skoruðu 12 stig hvor.

Leikir dagsins

18:30 Serbía – Úkraína

18:45 Frakkland – Ítalía

Mynd fengin af heimasíðu EuroVolley 2019.