[sam_zone id=1]

EuroVolley 2019: Ítalía vann Tyrkland örugglega

Síðasti leikur 16-liða úrslita EM karla fór fram í gær.

Ítalía mætti Tyrklandi í eina leik gærdagsins og áttu Ítalir í miklum vandræðum í fyrstu hrinu. Fyrirliði þeirra og stórstjarna, Ivan Zaytsev, átti ekki góðan dag og var tekinn út strax í fyrstu hrinu. Í stað hans kom Gabriele Nelli sem stóð sig vel. Ítalir náðu að vinna hrinuna 25-22 og unnu næstu tvær svo sannfærandi og fara áfram eftir 3-0 sigur.

Í dag fara fram tveir leikir í 8-liða úrslitum mótsins en þar mætast annars vegar Pólland og Þýskaland og hins vegar Rússland og Slóvenía. Á morgun fara svo hinir tveir leikir 8-liða úrslitanna fram.

Úrslit gærdagsins

Ítalía 3-0 Tyrkland (25-22, 25-18, 25-21). Gabriele Nelli skoraði 14 stig fyrir Ítalíu en Adis Lagumdzija skoraði 11 stig fyrir Tyrkland.

Leikir dagsins

18:00 Pólland – Þýskaland

18:30 Rússland – Slóvenía