[sam_zone id=1]

EuroVolley 2019: Norður-Makedónía vann Slóveníu

Áfram var leikið í riðlakeppni EM karla í gær og fer henni að ljúka.

Öll úrslit dagsins voru eftir bókinni nema sigur Norður-Makedóníu á Slóvenum. Slóvenar töpuðu þar fyrsta leik sínum en eru enn í fínum málum í C-riðli. Norður-Makedónía á einnig góðan möguleika á að fara áfram úr riðlinum.

Í dag lýkur keppni í A-riðli og C-riðli og í báðum riðlum verða stórleikir. Frakkland mætir Ítalíu í A-riðli en Rússland mætir Slóveníu í C-riðli og berjast þessi lið um toppsæti sinna riðla. Keppni í B-riðli og D-riðli lýkur svo á morgun.

Rúmenía, Austurríki og Eistland eru einu liðin sem hafa enn ekki unnið leik en öll eiga þau einn leik eftir. Sex lið eru ósigruð en það eru lið Frakklands, Ítalíu, Belgíu, Serbíu, Rússlands og Póllands. Frakkar hafa enn fremur ekki tapað einni einustu hrinu en það gæti hæglega breyst gegn Ítalíu í dag.

Stöðu riðlanna má sjá með því að smella hér.

Úrslit gærdagsins

A-riðill

Grikkland 1-3 Portúgal (25-19, 21-25, 23-25, 17-25). Athanasios Protopsaltis skoraði 22 stig fyrir Grikkland en bræðurnir Marco Evan Ferreira og Alexandre Ferreira voru sem fyrr öflugastir Portúgala. Marco skoraði 19 stig og Alexandre 17 stig.

Ítalía 3-1 Búlgaría (22-25, 25-23, 25-21, 25-17). Ivan Zaytsev skoraði 21 stig fyrir Ítalíu og Osmany Juantorena bætti við 20 stigum. Tsvetan Sokolov var atkvæðamestur í liði Búlgaríu og skoraði 22 stig.

B-riðill

Austurríki 2-3 Spánn (23-25, 28-26, 23-25, 25-23, 11-15). Thomas Zass skoraði 30 stig fyrir Austurríki en Andres Jesus Villena skoraði 24 stig fyrir Spánverja.

Slóvakía 0-3 Belgía (23-25, 20-25, 15-25). Tomas Krisko skoraði 10 stig fyrir Slóvakíu en Tomas Rousseaux skoraði 17 stig fyrir Belgíu.

C-riðill

Slóvenía 1-3 Norður-Makedónía (24-26, 28-30, 25-19, 24-26). Alen Pajenk skoraði 19 stig fyrir Slóveníu en annan daginn í röð leiddi Nikola Gjorgiev Norður-Makedóníu til sigurs. Hann skoraði 24 stig í leiknum.

Tyrkland 3-1 Hvíta-Rússland (25-21, 26-24, 20-25, 25-19). Adis Lagumdzija var öflugur í liði Tyrkja og skoraði 29 stig en Artur Udrys var stigahæstur Hvít-Rússa með 21 stig.

D-riðill

Svartfjallaland 0-3 Pólland (10-25, 17-25, 19-25). Marko Vukasinovic skoraði 10 stig fyrir Svartfellinga en Dawid Konarski skoraði 13 stig fyrir Pólland.

Eistland 1-3 Holland (25-22, 19-25, 19-25, 20-25). Robert Täht skoraði 15 stig fyrir Eistland en Nimir Abdel-Aziz skoraði 27 stig fyrir Holland.

Leikir dagsins

A-riðill

12:00 Portúgal – Rúmenía

18:30 Frakkland – Ítalía

B-riðill

15:30 Þýskaland – Slóvakía

18:30 Belgía – Serbía

C-riðill

15:30 Slóvenía – Rússland

18:30 Finnland – Tyrkland

D-riðill

14:00 Úkraína – Eistland

18:00 Holland – Tékkland

Mynd fengin af heimasíðu EuroVolley 2019.