[sam_zone id=1]

EuroVolley 2019: Þýskaland náði í fyrsta sigurinn

Fimmti leikdagur EM karla fór fram í gær með 8 leikjum.

Frakkland vann Búlgaríu í A-riðli og mætir að öllum líkindum Ítalíu í úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Sá leikur fer fram á morgun, miðvikudag. Þjóðverjar unnu Austurríki og náðu þar með í sinn fyrsta sigur á mótinu en þeir eru enn í ágætis málum þrátt fyrir tvö töp. Fjögur af sex liðum komast áfram úr hverjum riðli og því nóg eftir til að vinna upp slæma byrjun.

Rússar halda áfram sigurgöngu sinni í C-riðli og eru á toppnum þar en Slóvenar eru enn ósigraðir í sama riðli. Hin fjögur riðlinum eru í mikilli baráttu um að fylgja þeim áfram en öll hafa þau unnið einn leik. Í D-riðli hafa Pólverjar yfirburði yfir aðrar þjóðir en Holland og Úkraína koma þar á eftir með tvo sigra hvort.

Í dag mætast Ítalía og Búlgaría í A-riðli og verður það að teljast mest spennandi viðureign dagsins. Einnig er margt opið í riðlunum og öll liðin eiga enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit mótsins.

Úrslit gærdagsins

A-riðill

Rúmenía 1-3 Grikkland (25-23, 24-26, 25-27, 21-25). Robert Adrian Aciobanitei skoraði 18 stig fyrir Rúmena en Nikos Zoupani skoraði 19 stig fyrir Grikkland.

Frakkland 3-0 Búlgaría (25-19, 25-21, 25-14). Julien Lyneel var óstöðvandi í leiknum og skoraði 18 stig fyrir Frakka en Tsvetan Sokolov skoraði 10 stig fyrir Búlgaríu.

B-riðill

Austurríki 0-3 Þýskaland (23-25, 15-25, 16-25). Alexander Berger var öflugur í liði Austurríkis og skoraði 16 stig en Simon Hirsch fór fyrir liði Þýskalands og skoraði 18 stig.

Spánn 1-3 Serbía (25-21, 19-25, 19-25, 20-25). Augusto Renato Colito skoraði 17 stig fyrir Spánverja en Aleksandar Atanasijevic skoraði 23 stig fyrir Serba.

C-riðill

Rússland 3-0 Finnland (25-17, 26-24, 25-22). Victor Poletaev skoraði 19 stig fyrir Rússland en Elviss Krastins og Tommi Siirilä skoruðu 7 stig hvor fyrir Finnland.

Hvíta-Rússland 1-3 Norður-Makedónía (25-23, 19-25, 27-29, 20-25). Radzivon Miskevich skoraði 12 stig fyrir Hvít-Rússa en Nikola Gjorgiev fór hamförum og skoraði 37 stig fyrir Norður-Makedóníu, þar af 14 í þriðju hrinu. Það er hæsta stigaskor leikmanns í einum leik það sem af er móti en áður hafði Spánverjinn Andres Jesus Villena skorað 34 stig.

D-riðill

Svartfjallaland 1-3 Úkraína (25-19, 18-25, 15-25, 19-25). Vojin Cacic skoraði 16 stig fyrir Svartfellinga en Oleh Plotnyskyi skoraði 17 stig fyrir Úkraínu.

Pólland 3-0 Tékkland (25-18, 25-12, 25-15). Wilfredo Leon skoraði 15 stig fyrir Pólland en Jan Hadrava og Jan Galabov skoruðu 7 stig hvor fyrir Tékkland.

Leikir dagsins

A-riðill

12:00 Grikkland – Portúgal

17:30 Ítalía – Búlgaría

B-riðill

15:30 Austurríki – Spánn

18:30 Slóvakía – Belgía

C-riðill

15:30 Slóvenía – Norður-Makedónía

18:30 Tyrkland – Hvíta-Rússland

D-riðill

15:00 Svartfjallaland – Pólland

18:00 Eistland – Holland

Mynd fengin af heimasíðu EuroVolley 2019.