[sam_zone id=1]

EuroVolley 2019: Pólverjar á toppi D-riðils

Riðlakeppnin á EM karla hélt áfram í gær og eru línur farnar að skýrast í flestum riðlunum.

Í A-riðli hafa Frakkland, Ítalía og Búlgaría unnið alla þrjá leiki sína í dag mætast Frakkland og Búlgaría. Belgar standa vel að vígi í B-riðli með 3 sigra en Serbar hafa unnið báða leiki sem þeir hafa spilað.

Slóvenía og Rússland bera höfuð og herðar yfir önnur lið í C-riðli og eru með 3 sigra hvort en í D-riðli eru Pólverjar eina taplausa liðið. Þeir hafa unnið gegn Eistlandi og Hollandi og eru á góðri leið með að tryggja sér toppsæti riðilsins.

Lítil spenna var í leikjum gærdagsins fyrir utan leik Hvíta-Rússlands og Finnlands þar sem þeir fyrrnefndu unnu eftir oddahrinu. Í dag verður stórleikur Frakklands og Búlgaríu í A-riðli en Þjóðverjar eiga líka góðan möguleika á að næla í sinn fyrsta sigur á mótinu þegar þeir mæta Austurríki.

Úrslit gærdagsins

A-riðill

Rúmenía 1-3 Ítalía (15-25, 14-25, 25-23, 14-25). Robert Adrian Aciobanitei skoraði 10 stig fyrir Rúmena en Ivan Zaytsev var mjög öflugur í liði Ítalíu og skoraði 27 stig.

Portúgal 0-3 Frakkland (11-25, 20-25, 23-25). Alexandre Ferreira og Bruno Cunha skoruðu 9 stig hvor fyrir Portúgal en Stephen Boyer skoraði 17 stig fyrir Frakkland.

B-riðill

Spánn 0-3 Belgía (17-25, 21-25, 14-25). Victor Rodríguez Pérez skoraði 10 stig fyrir Spánverja en Sam Deroo skoraði 21 stig fyrir Belgíu.

Serbía 3-0 Slóvakía (25-19, 25-20, 25-21). Uros Kovacevic skoraði 17 stig fyrir Serbíu en Matej Patak skoraði 12 stig fyrir Slóvakíu.

C-riðill

Hvíta-Rússland 3-2 Finnland (13-25, 17-25, 30-28, 25-22, 15-13). Artur Udrys skoraði 21 stig fyrir Hvíta-Rússland en Urpo Sivula skoraði 20 stig fyrir Finnland.

Tyrkland 0-3 Slóvenía (28-30, 16-25, 23-25). Baturalp Burak Gungör skoraði 13 stig fyrir Tyrkland en Tine Urnaut skoraði 16 stig fyrir Slóveníu.

D-riðill

Holland 0-3 Pólland (19-25, 18-25, 19-25). Nimir Abdel-Aziz skoraði 19 stig fyrir Holland og var langatkvæðamestur í liði sínu. Wilfredo Leon var stigahæstur Pólverja með 12 stig.

Tékkland 3-0 Eistland (25-18, 34-32, 28-26). Jan Hadrava skoraði 23 stig fyrir Tékkland en Robert Täht skoraði 17 stig fyrir Eistland.

Leikir dagsins

A-riðill

15:15 Rúmenía – Grikkland

18:45 Frakkland – Búlgaría

B-riðill

15:30 Austurríki – Þýskaland

18:30 Spánn – Serbía

C-riðill

15:30 Rússland – Finnland

18:30 Hvíta-Rússland – Norður-Makedónía

D-riðill

15:00 Svartfjallaland – Úkraína

18:00 Pólland – Tékkland

Mynd fengin af heimasíðu EuroVolley 2019.