[sam_zone id=1]

KA heldur sigurgöngu sinni áfram

KA og HK mættust í dag í leik um titilinn meistari meistaranna en leikið var í Hvammstanga.

Bæði lið mættu breytt frá síðasta tímabili. Þær Birna Baldursdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir voru ekki með KA og þá voru Hjördís Eiríksdóttir, Elísabet Einarsdóttir og Steinunn Helga Björgólfsdóttir ekki með HK.

Eftir nokkuð jafna byrjun á leiknum þá sýndu KA stúlkur styrk sinn og unnu fyrstu hrinuna nokkuð sannfærandi 25-16. Eftir kaflaskipta aðra hrinu þar sem liðin skiptust á góðum köflum þá voru það að lokum HK sem höfðu sigur í hrinunni 25-22.

KA kom svo til baka í þriðju hrinu með sigri 25-19 en góður lokakafli skilaði KA öruggum sigri. Aftur voru liðin að skiptast á því að eiga góða kafla en HK byrjaði hrinuna vel með 5 stiga forskot í stöðunni 7-2. KA náði hinsvegar að jafna 8-8 og komst svo yfir 12-8. Eftir jafnan lokakafla þá voru það að lokum HK sem höfðu betur í fjórðu hrinu 25-22.

KA reyndist svo sterkari aðilinn í fimmtu hrinunni með sigri 15-10 og eru því meistarar meistaranna 2019.