[sam_zone id=1]

U17 stúlkna hóf leik á EM U17 í dag

U17 ára lið stúlkna hóf í dag leik á Evrópumóti U17 ára liða en Ísland leikur í undanriðli með Svíþjóð og Danmörku. Riðill Íslands fer fram í Koge í Danmörku.

Íslensku stelpurnar hófu leik í dag þegar þær mættu liði Danmerkur en danir unnu þann leik 3-0 (25-9, 25-12, 25-12). Stigahæst í liði Íslands var Sóldís Björt Leifdsóttir Blöndal með 7 stig, næst á eftir henni kom Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir með 4 stig. Allir leikmenn Íslands fengu að spreyta sig í leiknum.

Ísland spilar svo gegn Svíþjóð á morgun en sá leikur hefst kl 12:00 á dönskum tíma.

Upplýsingar og tölfræði úr leikjunum má finna hér.

Lokahópur Íslands