[sam_zone id=1]

EuroVolley 2019: Gestgjafarnir sannfærandi

Í gær hófst Evrópumót karla 2019 með sex leikjum.

Á fyrsta keppnisdegi EM karla var lítið um óvænt úrslit og unnu stórliðin leiki sína án mikilla vandræða. Tyrkir unnu eina hrinu gegn Rússlandi en sigur Rússa var þrátt fyrir það sannfærandi. Gestgjafar Frakka og Slóvena unnu sína leiki 3-0 og settu tóninn fyrir komandi daga.

Í dag hefst keppni í B-riðli og D-riðli, auk þess sem keppni heldur áfram í A-riðli og C-riðli. Það eru því alls 10 leikir á dagskrá í dag og þar mætti helst nefna stórleik Serbíu og Þýskalands í B-riðli. en hann hefst klukkan 13:00 á íslenskum tíma.

Úrslit gærdagsins

A-riðill

Búlgaría 3-0 Grikkland (25-22, 25-16, 25-20). Stigahæstur í liði Búlgaríu var Tsvetan Sokolov en hann skoraði 17 stig. Nikos Zoupani og Georgios Petreas skoruðu 8 stig hvor fyrir Grikkland.

Portúgal 0-3 Ítalía (21-25, 10-25, 22-25). Lourenco Martins var stigahæstur Portúgala með 14 stig en hjá Ítalíu var Ivan Zaytsev atkvæðamestur með 18 stig.

Frakkland 3-0 Rúmenía (25-19, 25-14, 25-16). Stephen Boyer var stigahæstur Frakka með 18 stig en Robert Adrian Aciobanitei átti góðan leik fyrir Rúmena og skoraði 12 stig.

C-riðill

Tyrkland 1-3 Rússland (13-25, 25-23, 17-25, 15-25). Adis Lagumdzija skoraði 15 stig fyrir Tyrkland en Dmitrii Volkov var stigahæstur Rússa með 16 stig.

Finnland 3-1 Norður-Makedónía (25-23, 25-22, 23-25, 25-21). Urpo Sivula skoraði 17 stig fyrir Finnland en Risto Nikolov, Nikola Gjorgiev og Aleksandar Ljaftov skoruðu 14 stig hver fyrir Norður- Makedóníu.

Slóvenía 3-0 Hvíta-Rússland (25-17, 25-14, 25-19). Jan Kozamernik, Mitja Gasparini og Tine Urnaut skoruðu 12 stig hver fyrir Slóveníu en Andrei Radziuk og Viachaslau Charapovich skoruðu 6 stig hvor fyrir Hvíta-Rússland.

Leikir dagsins

A-riðill

15:15 Búlgaría – Rúmenía

18:45 Ítalía – Grikkland

B-riðill

13:00 Serbía – Þýskaland

15:30 Slóvakía – Spánn

18:30 Belgía – Austurríki

C-riðill

15:30 Norður-Makedónía – Tyrkland

18:30 Hvíta-Rússland – Rússland

D-riðill

12:00 Tékkland – Úkraína

15:00 Eistland – Pólland

18:00 Holland – Svartfjallaland

Mynd fengin af heimasíðu EuroVolley 2019