[sam_zone id=1]

Króatískur landsliðsuppspilari til Þróttar Nes

Simona Usic hefur skrifað undir hjá Þrótti Neskaupstað fyrir komandi átök í Mizunodeildinni. Simona er frá Króatíu og spilaði hún með A-landsliði Króatíu fyrir nokkrum árum síðan, sem og unglinalandsliðum Króatíu. Usic spilar stöðu uppspilara og er hún frekar hávaxin fyrir þá stöðu en hún er 178 cm á hæð. Simona er 31 árs gömul og kemur hún til með að styrkja lið Þróttar Nes töluvert.

Þetta er ekki eina breytingin á liði Þróttar Nes fyrir komandi tímabil. Frá liðinu fara Valdís Kapitola (KA), Valal Vidal (Afturelding), Særún Birta (Danmörk). Einnig hafa Vanda og Anna Karen ákveðið að leggja skóna á hilluna í vetur.  Í Þrótt kemur Amelía Rún Jónsdóttir sem lék með HK áður fyrr en hefur verið í pásu frá blaki undanfarið ár. Einnig kemur Eyrún Sól Einarsdóttir, sem búsett hefur verið í Noregi síðustu ár, til liðs við Þróttarana og Hrafnhildur Ásta hefur einnig dregið fram skóna að nýju.

Simona Usic
Simona Usic