[sam_zone id=1]

EM kvenna: Pólland í undanúrslit í fyrsta sinn í 10 ár

Pólland tryggði sér farseðilinn í undanúrslitinn með því að leggja Þýskaland af velli í háspennuleik fyrir framan tæplega 10.000 manns. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2009 sem pólska liðið kemst í undanúrslit og spurning hvort þær nái að leika eftir afrek liðsins um aldamótin sem vann tvö evrópumót í röð árið 2003 og 2005

Poland

Serbía-Búlgaría 3-0 (25-19, 25-18, 28-26)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 22 stig, Elitsa Vasileva Búlgaría 18 stig

Serbía mætti Búlgaríu í 8-liða úrslitum í gær og átti Serbía ekki í miklum vandræðum með þær Búlgörsku. Búlgaría hafði gert vel með því að koma sér í 8-liða úrslitin eftir erfiða byrjun á mótinu en þær mættu ofjörlum sínum í gær og eru því á heimleið.

Tyrkland-Holland 3-0 (25-20, 25-22, 25-20)
Stigahæstar: Hande Baladín Tyrkland 16 stig, Lonneke Slöetjes Holland 16 stig

Tyrkland lentu í vandræðum í 16-liða úrslitum gegn Króatíu. Þær mættu hinsvegar einbeittar til leiks í gær og völtuðu yfir silfurhafa síðasta evrópumóts fyrir framan rúmlega 12.000 manns.

Ítalía-Rússland 3-1 (25-27, 25-22, 27-25, 25-21)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 28 stig, Nataliya Goncharova Rússland 22 stig

Það var mikil spenna í leiknum á milli þessara tveggja liða en að lokum var það Ítalía sem náði að merja fram sigur og tryggja sig áfram í undanúrslitin og þurfa Rússar því að bíða lengur eftir verðlaunum á stórmóti.

Pólland-Þýskaland 3-2 (22-25, 25-16, 25-19,17-25,15-11)
Stigahæstar: Magdalena Stysiak Pólland 22 stig, Louisa Lippmann Þýskaland 16 stig

Hér var mikil spenna eins og sést á úrslitunum en þetta er eins og fyrr segir í fyrsta sinn sem Pólland tryggir sig í undanúrslit á stórmóti í 10 ár.

Þá er einnig ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum á laugardaginn kemur en það verða annars vegar Serbía og Ítalía sem mættust einnig á úrslitum heimsmeistaramótsins í fyrra og í hinum leiknum mætast síðan Tyrkland og Pólland.

Undanúrslitin og úrslitin verða sýnd á RÚV um helgina og því um að gera að fylgjast með leikjunum þar.

Nánar upplýsingar um mótið má finna hér.