[sam_zone id=1]

Stefán Gunnar Þorsteinsson í HK

HK hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Mizunodeild karla.

Stefán Gunnar Þorsteinsson hefur gengið til liðs við HK frá Sindra en Stefán er HK ingum vel kunnugur enda HK hans uppeldisfélag.

Stefán hefur leikið 11 A landsleiki fyrir íslenska karlalandsliðið og þá flesta í stöðu frelsingja eða sem varnarmaður. Líklegt verður þó að teljast að Stefán leiki á kantinum fyrir HK í vetur enda liðið misst bæði Theódór Óskar Þorvaldsson og Benedikt Baldur Tryggvason.