[sam_zone id=1]

Spænskir leikmenn til Vestra

Blakdeild Vestra hefur samið við tvo spænska leikmenn, þá Marc Marín Mateu og Alvaro Cunado González, mun þeir leika með liðinu í vetur, en þetta kemur fram á facebook síðu Vestra.

Marc kemur frá Spáni og hefur spilað bæði díó og miðju en Marcin er þriðji nýji leikmaður Vestra, áður hafði liðið samið við Alvaro Cunado González sem mun einnig starfa sem sjúkraþjálfari á Ísafirði.

Alvaro Cunado González
Alvaro Cunado González

Vestri er að taka þátt í Mizunodeild karla í fyrsta skipti og verður spennandi að sjá hvernig liðinu mun ganga í efstu deild en liðið sigraði 1.deild á síðasta tímabili.