[sam_zone id=1]

EM kvenna: Tyrkland unnu Króatíu í háspennuleik

Tyrkland mættu Króatíu á heimavelli sínum í Ankara í gær. Fyrirfram var búist við sigri Tyrkja enda á heimvelli og búnar að vera spila vel á mótinu. Króatía hafa þó komið á óvart á þessu móti og þær reyndust Tyrkjum erfiðar í gær og úr varð hörkuleikur sem endaði í oddahrinu. Þar voru þær Tyrknesku sterkari að lokum og unnu 16-14 og tryggðu sig áfram í 8-liða úrslitin. Annars var lítið um óvænt úrslit í gær, nema þó að Búlgaría sem rétt náði að komast áfram í 16-liða úrslitin gerði sér lítið fyrir og skellti Azerbaijan 3-0 í gær.

16-liða úrslit:

Þýskaland-Slóvenía 3-0 (25-21, 25-15, 25-20)
Stigahæstar: Jennifer Geerties Þýskaland 15 stig, Darja Erzen Slóvenía 12 stig

Pólland-Spánn 3-0 (25-20, 25-20, 25-19)
Stigahæstar: Ana Escamilla Spánn 17 stig, Malwina Smarzek-Godek Pólland 12 stig

Ítalía-Slóvakía 3-0 (25-20, 25-23, 25-20)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 17 stig, Maria Kostelanska Slóvakía 10 stig

Rússland-Belgía 3-1 (25-22, 25-15, 21-25, 25-22)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 30 stig, Celine Van Gestel Belgía 16 stig

Serbía-Rúmenía 3-0 (25-20, 25-17, 25-23)
Stigahæstar: Adelina Budai-Ungureanu Rúmenía 12 stig, Brankica Mihajlovic Serbía 11 stig

Tyrkland-Króatía 3-2 (26-24, 18-25, 31-33, 25-22, 16-14)
Stigahæstar: Samanta Fabris Króatía 39 stig, Eda Erdem Tyrkland 26 stig

Holland-Grikkland 3-0 (25-21, 25-23, 25-12)
Stigahæstar: Anthi Vasilantonaki Grikkland 17 stig, Anne Buijs Holland 14 stig

Azerbaijan-Búlgaría 0-3 (12-25, 16-25, 23-25)
Stigahæstar: Nasya Dimitrova Búlgaría 14 stig, Polina Rahimova Azerbaijan 12 stig

8-liða úrslitin eru einnig klár en þar mætast:

Serbía-Búlgaría
Tyrkland-Holland
Ítalía-Rússland
Pólland-Þýskaland

Leikirnir verða miðvikudaginn 4. september.

Nánari upplýsingar má finna hér.