[sam_zone id=1]

EM kvenna: Pólland með frábæran sigur á Ítalíu

Riðlakeppninni á evrópumótinu lauk í gær en þar var helst að frétta að heimakonur í Póllandi unnu góðan sigur á Ítalíu og tryggðu sér þar með annað sæti riðilsins á undan Belgíu.

A-riðill

Hér var hreinn úrslitaleikur um fjórða sæti riðilsins sem er síðasta sætið sem gefur sætið í 16-liða úrslitum. Þar voru það Búlgaría sem höfðu betur gegn nágrönnum okkar í Finnlandi og unnu nokkuð öruggan 3-0 sigur. Serbía tryggði sér síðan efsta sætið með sigri á Tyrklandi í uppgjöri toppliðanna.

Búlgaría-Finnland 3-0 (25-14, 25-21, 25-19)
Stigahæstar: Piia Korhonen Finnland 15 stig, Nasya Dimitrova Búlgaría 11 stig

Tyrkland-Serbía 1-3 (25-23, 19-25, 22-25, 22-25)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 20 stig, Eda Erdem Tyrkland 16 stig

B-riðill

Hér var eins og áður segir hörkuleikur á milli heimakvenna í Póllandi og Ítalíu en fyrir leikinn var Ítalía öruggt með efsta sæti riðilsins á meðan Pólland gat með sigri skotist upp fyrir Belgíu og náð öðru sæti riðilsins.
Það hafðist og Pólland enda þar með í öðru sæti stigi á undan Belgíu.

Portúgal-Úkraína 0-3 (22-25, 15-25, 20-25)
Stigahæstar: Karyna Denysova Úkraína 13 stig, Barbara Gomes Portúgal 9 stig

Pólland-Ítalía 3-2 (25-14, 19-25, 13-25, 25-21, 15-12)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 25 stig, Malwina Smarzek-Godek Pólland 23 stig

C-riðill

Hér áttu heimakonur í Ungverjalandi smá möguleika á að komat áfram og fyrsti hlutinn gekk samkvæmt áætlun þegar Rúmenía tapaði sínum leik. Ungverjar áttu ekki möguleika í sínum leik gegn sterku liði Hollendinga og töpuðu 3-0 og sitja þar með eftir.

Rúmenía-Azerbaijan 0-3 (15-25, 14-25, 21-25)
Stigahæstar: Polina Rahimova Azerbaijan 30 stig, Adelina Budai-Ungureanu Rúmenía 12 stig

Ungverjaland-Holland 0-3 (17-25, 13-25, 15-25)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Holland 18 stig, Zsanett Miklai Ungverjaland 5 stig

D-riðill

Það var lítil spenna í þessum riðli þar sem Þjóðverjar voru búnir að tryggja sér efsta sætið og ljóst hvaða fjögur lið færu áfram í 16-liða úrslit.
Slóvakía átti þó möguleika á öðru sætinu með sigri á Rússum. Rússar voru þó of sterkir og unnu öruggan sigur og hirtu þar með annað sætið.

Sviss - Hvíta-Rússland 3-1 (19-25, 25-18, 29-27, 25-21)
Stigahæstar: Maja Storck Sviss 29 stig, Hanna Klimets Hvíta-Rússland 21 stig

Slóvakía-Rússland 0-3 (14-25, 9-25, 12-25)
Stigahæstar: Irina Voronkova Rússland 14 stig, Nikola Radosova Slóvakía 6 stig

Liðin fá nú smá hvíld en 16-liða úrslitin verða síðan leikinn á sunnudaginn kemur 1. september.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.