[sam_zone id=1]

EM kvenna: Línur farnar að skýrast í riðlakeppninni

Það er farið að líða undir lok riðlakeppninnar og eru sum lið sem hafa lokið keppni í sínum riðli. Það á þó eftir að spila nokkra leiki í dag og eru nokkur lið sem eiga enn eftir að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin.

A-riðill

Það var ekki mikil spenna í leikjum gærdagsins þar sem Serbía og Tyrkland unnu nokkuð þægilega sigra á andstæðingum sínum í gær. Eftir leiki gærdagsins er orðið ljóst að Frakkland á ekki lengur möguleika á að komast áfram og hafa þær lokið keppni á mótinu. Það verður síðan hreinn úrslitaleikur á milli Búlgaríu og Finnlands í dag um hvort liðið nær fjórða sætinu í riðlinum.

Serbía-Grikkland 3-0 (25-21, 25-17, 25-21)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 20 stig, Anthi Vasilantonaki Grikkland 17 stig

Frakkland-Tyrkland 0-3 (19-25, 19-25, 16-25)
Stigahæstar: Eda Erdem Tyrkland 15 stig, Lucille Gicquel Frakkland 8 stig

B-riðill

Það var meiri spenna í leikjum B-riðils í gær en þar fóru báðir leikirnir í oddahrinu. Það er þó ekki mikil spenna í riðlinum sjálfum því það er þegar ráðið hvaða lið fara áfram í 16-liða úrslit og bara spurning hvernig þau raðast.

Úkraína-Slóvenía 2-3 (25-22, 21-25, 25-18, 21-25, 8-15)
Stigahæstar: Lana Scuka Slóvenía 22 stig, Nadiia Kodola Úkraína 19 stig

Belgía-Pólland 3-2 (20-25, 27-25, 20-25, 25-21, 17-15)
Stigahæstar: Britt Herbots Belgía 33 stig, Malwina Smarzek-Godek Pólland 28 stig

C-riðill

Eistland voru grátlega nálægt sínum fyrsta sigri í sögunni á Evrópumóti en þær töpuðu í oddahrinu fyrir Azerbaijan.
Það verður síðan spennandi að sjá hvað heimakonur í Ungverjalandi gera en þær þurfa að sigra geysisterkt lið Hollands og treysta á að Rúmenía fái ekki stig í sínum leik til að komast áfram.

Azerbaijan-Eistland 3-2 (25-20, 18-25, 25-22, 22-25, 15-11)
Stigahæstar: Polina Rahimova Azerbaijan 27 stig, Kertu Laak Eistland 24 stig

Króatía-Ungverjaland 3-0 (25-20, 25-23, 35-33)
Stigahæstar: Samanta Fabris Króatía 25 stig, Gréta Szakmáry Ungverjaland 19 stig

D-riðill

Lítil spenna i leikjunum hér þar sem Þýskaland og Rússland unnu örugga
3-0 sigra. Þýskaland tryggði sér þar með efsta sæti riðlisins en Rússland og heimakonur í Slóvakíu mætast í hreinum úrslitaleik um annað sætið.

Rússland-Spánn 3-0 (25-15, 25-19, 25-22)
Stigahæstar: Irina Koroleva Rússland 15 stig, Ana Escamilla Spánn 16 stig

Þýskaland – Hvíta-Rússland 3-0 (25-10, 25-15, 25-15)
Stigahæstar: Jana Poll Þýskaland 11 stig, Anastasiya Harelik Hvíta-Rússland 10 stig

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.