[sam_zone id=1]

EM kvenna: Þýskaland sigraði Rússland í stórleik dagsins

Það var mun meiri spenna í leikjum gærdagsins heldur en hefur verið hingað til á Evrópumótinu og var það aðalega D-riðilinn sem sá um það, en þar fóru báðir leikir dagsins í fimm hrinur og er orðið frekar þétt á toppi riðilsins.

A-riðill

Lítið um óvænt úrslit en Búlgaría þarf að fara að vinna leiki ef þær ætla sér áfram í næstu umferð en þær búlgörsku eiga enn eftir að vinna leik á þessu móti.

Frakkland-Serbía 1-3 (19-25, 13-25, 25-17, 23-25)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 14 stig, Lucille Gicquel Frakkland 12 stig

Tyrkland-Búlgaría 3-1 (25-21, 25-11, 20-25, 25-18)
Stigahæstar: Eda Erdam Tyrkland 15 stig, Gergana Dimitrova Búlgaría 10 stig

B-riðill

Ekki mikil spenna hér en Ítalía fóru frekar létt með Belgíu og unnu öruggan 3-0 sigur á meðan hinn leikurinn endaði 3-1 og var fyrsti leikur riðilsins sem fór ekki 3-0.

Ítalía-Belgía 3-0 (25-18, 25-21, 25-23)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 28 stig, Britt Herbots Belgía 10 stig

Pólland-Úkraína 3-1 (20-25, 25-11, 25-22, 25-15)
Stigahæstar: Malwina Smarzek-Godek Pólland 26 stig, Olesia Rykhliuk Úkraína 17 stig

C-riðill

Hollendingar halda áfram að sína yfirburði sína í þessum riðli og hafa enn ekki tapað hrinu, en mikil spenna er um hin sætin þar sem öll liðin eiga enn möguleika á að tryggja sig áfram í næstu umferð keppninnar.

Holland-Króatía 3-0 (25-16, 25-18, 25-23)
Stigahæstar: Nika Daalderop Holland 15 stig, Karla Klaric Króatía 12 stig

Ungverjaland-Azerbaijan 0-3 (21-25, 15-25, 22-25)
Stigahæstar: Polina Rahimova Azerbaijan 22 stig, Gréta Szakmáry Ungverjaland 13 stig

D-riðill

Hefur verið skemmtilegasti riðillinn hingað til og var gærdagurinn stórskemmtilegur þar sem báðir leikirnir fóru í fimm hrinur. Það verður svo mjög áhugavert að sjá Þýskaland taka á móti heimakonum í Slóvakíu í kvöld en bæði lið eru taplaus á mótinu til þessa og deila efsta sæti riðilsins.

Þýskaland-Rússland 3-2 (18-25, 25-21, 25-23, 14-25, 15-11)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 19 stig, Louisa Lippmann Þýskaland 17 stig

Slóvakía – Hvíta-Rússland 3-2 (22-25, 22-25, 25-17, 25-18, 16-14)
Stigahæstar: Anastasiya Harelik Hvíta-Rússland 22 stig, Jaroslava Pencova Slóvakía 17 stig

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.