[sam_zone id=1]

EM kvenna: Lítið um óvænt úrslit á þriðja degi keppninnar

EM kvenna hélt áfram í gær og eru nú öll lið búinn að spila að minnsta kosti tvo leiki í riðlunum. Stóru liðin halda áfram að vinna sína leiki nokkuð örugglega og enn er lítið um óvænt úrslit.

A-riðill

Stórleikur A-riðils var viðureign Serbíu og Búlgaríu en Serbía sigraði þann leik nokkuð þægilega þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu hrinu leiksins. Búlgaría þarf hinsvegar að fara að taka sig á en þær hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa á mótinu.

Búlgaría-Serbía 1-3 (25-16, 21-25, 20-25, 16-25)
Stigahæstar: Brankica Mihajlovic Serbía 24 stig, Nasya Dimitrova Búlgaría 18 stig

Grikkland-Finnland 3-1 (26-24, 15-25, 25-21, 27-25)
Stigahæstar: Anthi Vasilantonaki Grikkland 27 stig, Salla Karhu Finnland 18 stig

B-riðill

Lítil spenna hefur verið í leikjum B-riðils til þessa en allir leikirnir hafa endað með 3-0 sigri, þar varð engin breyting á í gær þar sem báðir leikirnir unnust sannfærandi 3-0.

Slóvenía-Portúgal 3-0 (25-21, 25-20, 25-9)
Stigahæstar: Iza Mlakar Slóvenía 17 stig, Julia Kavalenka Portúgal 9 stig

Úkraína-Ítalía 0-3 (16-25, 18-25, 10-25)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 20 stig, Anna Stepaniuk Úkraína 8 stig

C-riðill

Enn er allt opið í C-riðli þar sem allir virðast vera að vinna alla, Hollendingar eru þó þar undanskildar og hafa sigrað sína leiki nokkuð örugglega.

Azerbaijan-Holland 0-3 (15-25, 23-25, 23-25)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Holland 18 stig, Odina Aliyeva Azerbaijan 13 stig

Eistland-Rúmenía 1-3 (23-25, 32-30, 19-25, 21-25)
Stigahæstar: Nette Peit Eistland 31 stig, Adelina Budai-Ungureanu Rúmenía 25 stig

D-riðill

Virðist vera orðinn tvískiptur þar sem Þýskaland, Slóvakía og Rússland hafa öll unnið tvo leiki og berjast um efstu sæti riðilsins. Verður gaman að fylgjast með síðustu dögunum hér þar sem þau eiga öll eftir að mætast innbyrðis.

Spánn – Hvíta-Rússland 3-1 (25-22, 25-22, 15-25, 25-17)
Stigahæstar: Ana Escamilla Spánn 28 stig, Katsiaryna Sakolchyk Hvíta-Rússland 13 stig

Rússland-Sviss 3-0 (28-26, 25-19, 25-9)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 17 stig, Laura Kuenzler Sviss 10 stig

Mótið heldur áfram í dag og verður leikið alla daga fram á fimmtudag en þá fara fram síðustu leikir riðlana.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.