[sam_zone id=1]

EM kvenna: Evrópumót kvenna 2019 hafið

EM kvenna hófst á föstudaginn síðasta en það eru 24 bestu lið álfunnar sem reyna að vinna evrópumótið.
Mótið í ár er spilað í fjórum löndum en það eru Slóvakía, Ungverjaland, Tyrkland og Pólland sem sjá um að halda mótið í ár.

Serbía eru ríkjandi Evrópumeistarar en þær sigruðu Holland í úrslitum fyrir tveimur árum. Þær eru einnig ríkjandi heimsmeistarar ásamt því að vera silfurhafar á síðustu ólympíuleikum. Það er því ljóst að þær eru sigurstranglegasta liðið á mótinu. Það er þó ljóst að þær eiga eftir að fá hörkusamkeppni frá landsliðum á borð við Holland, Ítalíu og Rússum svo nokkur lið séu tiltekinn.

Riðill A

Í A-riðli hafa heimakonur í Tyrklandi byrjað mótið vel og unnið fyrstu tvo leiki sína. Serbía fara einnig vel af stað og unnu sinn fyrsta leik nokkuð örugglega.

Frakkland-Búlgaría 3-2 (25-20, 13-25, 25-15, 19-25, 15-13)
Stigahæstar: Héléna Cazaute Frakkland 24 stig, Miroslava Paskova Búlgaría 18 stig.

Serbía-Finnland 3-0 (25-17, 25-15. 25-17)
Stigahæstar: Ana Bjelica Serbía 10 stig, Piia Korhonen Finnland 12 stig

Tyrkland-Grikkland 3-0 (25-21, 25-18, 25-8)
Stigahæstar: Meryem Boz Tyrkland 12 stig, Anthi Vasilantonaki Grikkland 11 stig

Frakkland-Grikkland 0-3 (12-25, 21-25, 21-25)
Stigahæstar: Olga Strantzali Grikkland 18 stig, Christian Bauer Frakkland 11 stig.

Finnland-Tyrkland 2-3 (24-26, 15-25, 25-20, 25-21, 10-15)
Stigahæstar: Ebrar Karakurt Tyrkland 26 stig, Piia Korhonen Finnland 19 stig

Riðill B
B-riðillinn virðist ætla að verða tvískiptur þar sem Belgía og Pólland hafa unnið fyrstu tvo leiki sína, Ítalía á svo leik inni og verður í toppbaráttunni og því spurning hvaða lið ætlar að fylgja þessum þrem liðum áfram í næstu umferð.

Belgía-Úkraína 3-0 (25-10, 25-19, 25-22)
Stigahæstar: Britt Herbots Belgía 21 stig, Olesia Rykhliuk Úkraína 14 stig

Ítalía-Portúgal 3-0 (25-15, 25-14, 25-13)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 13 stig, Aline Rodriguez Portúgal 8 stig

Pólland-Slóvenía 3-0 (25-12, 25-22, 25-23)
Stigahæstar: Malwina Smarzek-Godek Pólland 25 stig, Iza Mlakar Slóvenía 15 stig

Belgía-Slóvenía 3-0 (25-13, 25-21, 25-20)
Stigahæstar: Britt Herbots Belgía 20 stig, Iza Mlakar Slóvenía 19 stig

Portúgal-Pólland 0-3 (14-25, 16-25, 11-25)
Stigahæstar: Katarzyna Zaroslinska-Krol Pólland 18 stig, Julia Kavalenka Portúgal 8 stig

Riðill C

Spennandi riðill þar sem allir geta unnið alla en hérna ættu þær Hollensku þó að vera bestar og unnu þær sinn fyrsta leik frekar örugglega.

Króatía-Azerbaijan 2-3 (13-25, 25-20, 25-22. 24-26, 15-17)
Stigahæstar: Samanta Fabris Króatía 31 stig, Yelyzaveta Samadova Azerbaijan 28 stig

Holland-Rúmenía 3-0 (25-21, 25-18, 25-9)
Stigahæstar: Yvon Belien Holland 13 stig, Romela Trica Rúmenía 10 stig

Ungverjaland-Eistland 3-0 (25-15, 25-17, 25-15)
Stigahæstar: Anett Németh Ungverjaland 14 stig, Liis Kullerkann Eistland 5 stig

Eistland-Króatía 1-3 (18-25, 17-25, 28-26, 12-25)
Stigahæstar: Samanta Fabris Króatía 14 stig, Kertu Laak Eistland 13 stig

Rúmenía-Ungverjaland 3-1 (25-23, 21-25, 26-24, 25-22)
Stigahæstar: Anett Németh Ungverjaland 26 stig, Adelina Budai-Ungureanu Rúmenía 21 stig

Riðill D

Hér hafa heimakonur í Slóvakíu byrjað vel og unnið báða sína leiki, þær eiga þó eftir að leika við sterkustu liðin í riðlinum Þýskaland og Rússland sem eru einnig taplaus.

Sviss-Þýskaland 0-3 (16-25, 19-25, 21-25)
Stigahæstar: Louisa Lippmann Þýskaland 17 stig, Maja Storck Sviss 11 stig

Hvíta-Rússland – Rússland 0-3 (24-26, 16-25, 22-25)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 17 stig, Hanna Kalinouskaya Hvíta-Rússland 10 stig

Slóvakía-Spánn 3-0 (26-24, 29-27, 25-18)
Stigahæstar: Ana Escamilla Spánn 18 stig, Nina Herelova Slóvakía 14 stig

Þýskaland-Spánn 3-1 (15-25, 25-19, 31-29, 25-18)
Stigahæstar: Ana Escamilla Spánn 25 stig, Jennifer Geerties Þýskaland 16 stig

Sviss-Slóvakía 0-3 (20-25, 16-25, 22-25)
Stigahæstar: Karin Palgutova Slóvakía 18 stig, Maja Storck Sviss 15 stig

Riðlarnir halda síðan áfram í vikunni en það eru fjögur efstu liðin úr hverjum riðli sem fara áfram í næstu umferð.

Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér.