[sam_zone id=1]

Thelma Dögg Grétarsdóttir snýr aftur í Aftureldingu

Landsliðskonan Thelma Dögg Grétarsdóttir hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Aftureldingu eftir tveggja ára dvöl í atvinnumensku en Thelma lék þó lítið síðasta vetur vegna meiðsla.

Thelma Dögg spilaði stórt hlutverk í liði Aftureldingar áður en hún hélt út í atvinnumennsku en Thelma vann til fjölda titla með Aftureldingu auk þess að vera valin íþróttakona Afturelding og Mosfellsbæjar tvisvar sinnum.

Fróðlegt verður að sjá hvort lið Aftureldingar bæti við sig fleiri leikmönnum áður en Mizunodeild kvenna hefst.