[sam_zone id=1]

“Við gerðum of mikið af persónulegum mistökum sem kostaði okkur sigurinn”

Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir eru dottnar úr leik á FIVB World Tour 2019.

Berglind og Elísabet mættu Evans og Austin frá Englandi og fór leikurinn 2-0 (21-19,21-18) fyrir þeim ensku. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman og voru stelpurnar okkar hársbreidd frá því að ná fram sigri.

Blakfréttir.is ræddi við stelpurnar eftir leik og sögðust þær hafa gert of mikið af persónulegum mistökum sem kostaði þær sigurinn. Stelpurnar voru á heildina litið ánægðar með mótið, “Það var ótrúlega fallegt að spila þarna! Hefði verið geggjað með smá sól í staðinn fyrir brjálaða rigningu, en ótrúlega fallegur staður og flott mót ” sagði Berglind.

Þrátt fyrir tapið í dag áttu stelpurnar okkar frábært mót og náðu sögulegum árangri með því að taka þátt í FIVB World Tour fyrst allra íslenskra liða, og að ná fram fyrsta íslenska sigrinum á FIVB World Tour.

Elísabet og Berglind eru komnar í smá frí frá sandinum í bili en það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Mynd: Dapetykaan – Peter Eichstädt