[sam_zone id=1]

Berglind og Elísabet með sögulegan sigur í fyrsta leik á World Tour Vaduz

Berglind og Elísabet spiluðu sinn fyrsta leik á FIVB World Tour í Vaduz í dag. Þær mættu Sakurako og Kumada frá Japan og sigruðu nokkuð þægilega 2-0 (21-15,21-16)

Þetta er söguleg stund fyrir íslenskt strandblak því ekkert lið hefur áður tekið þátt í World Tour og ekkert lið hefur unnið leik á svona stóru sviði áður.

Berglind og Elísabet spila næsta leik kl 14:10. Sá leikur verður á móti sigurvegurum úr leik tvö en í leik tvö mætast Prihti og Vuorinen frá Finnlandi og Evans og Austin frá Englandi.