[sam_zone id=1]

Vladislav Mandic tekur við karlaliði HK

Stjórn blakdeildar HK hefur skrifað undir samning við Vladislav Mandic sem mun þjálfa meistaraflokk karla á næstu leiktíð. Mandic mun jafnframt koma að þjálfun yngri flokka hjá HK og aðstoða við þjálfun meistaraflokks kvenna.

Síðastliðna tvo áratugi hefur Mandic spilað blak og starfað við þjálfun í Frakklandi þar sem hann hefur þjálfað bæði karlalið og ungmenni. Mandic kemur frá Serbíu en þar keppti hann í blaki og strandblaki með góðum árangri.