[sam_zone id=1]

Þjóðadeild karla: Undanúrslitin klár hjá körlunum

Úrslit þjóðadeildarinnar fara nú fram í Chicago í Bandaríkjunum þar sem 6 bestu lið keppninnar til þessa etja kappi um þjóðadeildartitilinn.
Heimamenn í Bandaríkjunum og Pólland voru fyrst til að tryggja sig áfram í undanúrslitin og Rússar fylgdu síðan fast á eftir.

Síðasta daginn var mesta spennan fyrir leik Brasilíu og Írans, en þau börðust um síðasta lausa sæti undanúrslitanna og úr varð hörkuleikur. Það voru Brasilía sem að byrjuðu betur og unnu þeir fyrstu tvær hrinurnar og virtust ætla að fara létt inní undanúrslitin. Með bakið upp að vegg þá neituðu Íran að gefast upp og unnu næstu tvær hrinur og tryggðu sér oddahrinu. Það voru síðan Brasilía sem að voru sterkari og unnu oddahrinuna 15-10.

Í hinum leik dagsins voru það heimamenn í Bandaríkjunum sem að unnu Rússa 3-0 og tryggðu sér efsta sætið í riðlinum.
Það verða því heimamenn í Bandaríkjum sem að mæta Brasilíu í öðrum undanúrslitaleiknum en í hinum leiknum mæta heimsmeistarar Pólverja Rússum.

Leikirnir fara fram í kvöld (22:00 og 01:00) á íslenskum tíma en Pólverjar og Rússar hefja leik og strax þar á eftir byrja Bandaríkin og Brasilía.

Nánari upplýsingar og tölfræði um mótið má nálgast hér.