[sam_zone id=1]

Ingólfur Hilmar Guðjónsson framlengir við Þrótt Reykjavík

Þróttur Reykjavík sendir frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu á facebook síðu félagsins þar sem þjálfaramál fyrir veturinn voru tilkynnt.

“Við erum afar kát með að Ingólfur Hilmar Guðjónsson ætlar að halda áfram með meistaraflokk kvenna hjá okkur næsta vetur en hann hefur unnið afar vel með hópnum og var meðal annars tilnefndur sem þjálfari úrvalsliðs Mizuno deildarinnar. Ingólfur mun einnig þjálfa yngri iðkendur hjá Þrótti eins og í fyrra.

Ásta Birna Björnsdóttir kemur sterk inn fyrir næsta vetur en hún mun sjá um þjálfun hjá yngstu iðkendunum í sjötta flokki. Ásta Birna hefur unnið mikið með börnum, er með góða þekkingu á blaki og hefur reynslu af þjálfun. Við bjóðum hana innilega velkomna.

Þá eykur það enn á gleðina að Piotr Porkrobko hefur tekið að sér þjálfun öldungahópanna okkar sem taka þátt í Íslandsmótinu. Piotr hefur þjálfað og spilað í Póllandi og var þjálfari meistaraflokks UMFA í fyrra. Piotr kemur með góða reynslu inn í hópinn og verður styrkur af honum í starfinu næsta vetur.