[sam_zone id=1]

Úrslit Þjóðardeildar kvenna um helgina

Um helgina munu 6 bestu kvennalið þjóðardeildarinnar (VNL) keppa um það hver stendur uppi sem sigurvegari hennar. Liðunum 6 er skipt í tvo riðla og efstu tvö liðin fara í undanúrslit, en úrslitin eru haldin í Nanjing í Kína að þessu sinni.

Í öðrum riðlinum spila Tyrkland, Ítalía og heimakonur í Kína, en þegar þetta er skrifað er búið að spila tvo leiki í hvorum riðli og í þessum riðli eru Tyrkir búnir að vinna báða sína leiki og tryggja sig áfram í undanúrslit. En á morgun munu Kína og Ítalía spila úrslitaleik um það hvort liðið kemst einnig áfram í undanúrslit.

Í hinum riðlinum eru Brasilía, Bandaríkin og Pólland en þar hafa Pólland tapað báðum sínum leikjum og eiga ekki möguleika á að komast áfram. Þannig það er ljóst að bæði Brasilía og Bandaríkin munu fara áfram en þau munu spila síðasta leikinn í riðlinu á morgun uppá það hver hirðir efsta sætið í riðlinum.

Undanúrslitin verða síðan leikinn á Laugardaginn og úrslitin verða á Sunnudaginn. Við hvetjum auðvitað alla til að horfa á hágæða blak en minnum á að mótið er haldið í Kína og því eru leikirnir snemma dags á okkar tíma.