[sam_zone id=1]

VNL: Riðlakeppnin búinn hjá konunum

Síðasta mánuðinn hefur heimsdeild kvenna farið fram þar sem bestu landslið heims koma saman og spila í mismunandi riðlum hverja helgi. Nú í síðustu viku lauk riðlakeppninni og er ljóst hvaða sex lið spila til úrslita.

China

í síðustu umferðinni mættust meðal annars stórliðin Serbía og og Kína. Kína hafa verið að spila mjög vel og voru þegar búnar að tryggja sig inn í úrslitin. Unnu þær leikinn nokkuð örugglega 3-0 (25-16, 25-17, 25-17).
Serbía hafa verið að prófa mikið af ungum leikmönnum og hefur t.d. þeirra besti leikmaður Tijana Boskovic ekki leikið með liðinu. Serbía komst ekki áfram í úrslitinn.

Mesta spennan var í leik Tyrklands og Brasilíu, allar hrinur fyrir utan eina enduðu með tveggja stiga mun og fór oddahrinan í upphækkun þar sem Tyrkland vann á endanum 16-14. Staða liðanna breyttist ekki mikið en bæði lið voru búinn að tryggja sig áfram inn í úrslitin.

Lokastaða efstu liða:

1. Kína 35 stig
2. Bandaríkina 35 stig
3. Brasilía 35 stig
4. Ítalía 34 stig
5. Tyrkland 32 stig
6. Pólland 26 stig

Þessi lið tryggðu sig áfram í úrslit þar sem liðunum er skipt í tvo þriggja liða riðla áður liðin spila svo undanúrslit og úrslit en úrslitin hefjast 3. júlí næstkomandi.

Nánari úrslit og upplýsingar má sjá hér.