[sam_zone id=1]

Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni

Þeir Jón Ólafur Valdimarsson og Sævar Már Guðmundsson hafa verið á faraldsfæti í dómgæsluverkefnum þessa vikuna.

Báðir fengu þeir verkefni í Evrópudeild CEV, CEV Volleyball European Golden League (áður CEV Volleyball European League) , en sú deild er ætluð þeim löndum frá Evrópu sem ekki taka þátt í Þjóðardeildinni. Þó að deildin sé ekki jafn stór í umfangi og Þjóðardeildin þá er nokkuð ljóst að um stóra leiki er að ræða og því kjörið tækifæri fyrir þá Jón Ólaf og Sævar Má að dæma á svona háu getustigi.

Báðir fengu þeir úthlutaða leiki úr B riðli í kvennaflokki en Jón Ólafur dæmdi leik Austurríkis og Ungverjalands en sá leikur fór fram í Raiffeisen Sportpark GRAZ höllinni í Graz. Ungverjaland fór með nokkuð auðveldan sigur í leiknum 3-0 en Jón Ólafur var aðaldómari í leiknum.

Sævar Már dæmdi svo heimaleik Ungverjalands í viðureign sömu þjóða en sá leikur fór fram í Nemzeti Közszolgálati Egyetem Sportcsarnok höllinni í Budapest. Aftur var það Ungverjalands sem fór með sigur í leiknum en að þessu sinni 3-1. Sævar Már var aðaldómari í leiknum.

Mynd: Heimasíða CEV