[sam_zone id=1]

Elísabet og Berglind með gull á fyrsta stigamótinu í dönsku úvalsdeildinni í strandblaki

Berglind Gígja Jónsdottir og Elísabet Einarsdóttir voru rétt í þessu að sigra fyrsta stigamótið í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki (Pepsi Max Beach Volley Tour).

Íslenska liðið mætti þeim Signe Zibrandtsen Haaning og Anneka Hastings í úrslitaleiknum. Í stöðunni 17-11 fyrir Ísland í fyrstu hrinu slasaðist Anneka Hastings á hné. Þar sem engir skiptimenn eru í strandblaki þurftu þær að draga sig úr keppni og því íslenskur sigur. Með sigrinum tryggðu Berglind og Elísabet sér 3000 danskar krónur í verðlaunafé.

Stelpurnar okkar spila næst um næstu helgi á Aarhus Grand Slam 2019.