[sam_zone id=1]

Berglind og Elísabet með sigur gegn danska landsliðinu í strandblaki

Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir voru rétt í þessu að sigra Helle Søndergård og Simone Okholm, danska landsliðið í strandblaki.

Berglind og Elísabet eru að spila saman í fyrsta skipti í næstum fjögur ár en í sumar eru þær að spila í danska Pepsi Max Beachvolley Tour 2019. Með sigrinum í dag tryggðu þær sér sæti í úrslitaleiknum.

Elísabet og Berglind mæta Anneka Hastings og Signe Zibrandtsen í úrslitaleiknum í dag kl 15 á dönskum tíma (13 á íslenskum tíma). Mögulegt streymi verður á Facebook síðunni Einarsdóttir/jónsdóttir.

Fréttin hefur verið uppfærð.