[sam_zone id=1]

Karlalandsliðið klárt fyrir Smáþjóðaleikana

Þjálfarateymi karlalandsliðsins hefur valið 14 leikmenn í lokahóp fyrir Smáþjóðaleikana. Liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik næstkomandi þriðjudag.

Aðalþjálfari liðsins er Christophe Achten og honum til aðstoðar er Massimo Pistoia. Sjúkraþjálfari liðsins er Sigurður Örn Gunnarsson og leikgreinir Ari-Heikki Kulmala frá Finnlandi. Óli Þór Júlíusson er liðsstjóri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. A landslið karla hefur æft af kappi að undanförnu og voru eina helgi í æfingabúðum á Akureyri. 

14 leikmenn í lokahópi

Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði
Kristján Valdimarsson
Elvar Örn Halldórsson
Alexander Arnar Þórisson
Máni Matthíasson
Lúðvík Már Matthíasson
Filip Szewczyk
Theódór Óskar Þorvaldsson
Ævarr Freyr Birgisson
Benedikt Baldur Tryggvason
Valens Torfi Ingimundarson
Bjarki Benediktsson
Arnar Birkir Björnsson
Ragnar Ingi Axelsson

(Frétt tekin af heimasíðu BLÍ)