[sam_zone id=1]

Massimo Pistoia semur við Knack Roeselare

Massimo Pistoia aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari karlaliðs HK mun á næstu dögum semja við Belgíska félagið Knack Roeselare en liðið leikur í efstu deild karla í Belgíu. Massimo kemur til með að vera aðstoðarþjálfari liðsins en aðalþjálfarinn er belginn Steven Vanmedegael.

Knack Roeselare er eitt af tveimur stórum liðum í Belgísku deildinni en Roeselare og Maaseik hafa verið tvör stærstu liðin undanfarin ár og keppa bæði lið í meistaradeildinni. Roeselare lék í riðli með Zenit Kazan, United Volleys Frankfurt og Halkbank Ankara en liðið endaði í 3.sæti og komst því ekki upp úr riðlinum.

Knack Roeselare þurftu að lúta í lægra haldi gegn Maaseik í úrslitum um belgíska meistaratitilinn á dögunum en einvígið fór í 5 leiki og tapaði Roeselare 2-3. Roeselare enduðu í 2.sæti í deildarkeppninni 2 stigum á eftir Maaseik.