[sam_zone id=1]

Besti leikmaður Mizuno-deildar karla

Eins og á síðasta ári höfum við hjá blakfréttum ákveðið að gera upp tímabilið hér á síðunni með því að velja lið og leikmenn ársins í efstu deild karla og kvenna. Það eru fréttaritarar síðunnar sem sjá um valið og ætlum við hér á næstu dögum að velja bestu leikmenn deildanna ásamt því að velja lið ársins.

Nú er komið að því að birta hver varð fyrir valinu sem besti leikmaður deildarinnar. Valið fór þannig fram að hver fréttaritari valdi topp 3 fyrir sig og fengu leikmenn stig eftir því. Við munum síðan birta okkar topp 3 hér að neðan.

3. sæti: Radoslaw Rybak, Afturelding
Radoslaw kom til Aftureldingar undir lok síðasta tímabils og var að klára sitt fyrsta heila tímabil með liðinu. Hann var einn af burðarásum Aftureldingarliðsins sem endaði í þriðja sæti deildarinnar og tapaði síðan fyrir HK í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Hann var einnig þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 299 stig.  

2. sæti Theódór Óskar Þorvaldsson, HK
Kom inn í lið HK fyrir tímabilið eftir að hafa leikið í Noregi árið áður. Var hann næststigahæsti leimaður deildarinnar í vetur með 333 stig. Hann var einn af bestu mönnum HK í vetur og var nálægt því að hjálpa liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn en þar tapaði lið hans HK gegn KA í oddaleik.

1. sæti Miguel Mateo Castrillo, KA
Annað árið í röð er það Miguel Mateo sem hreppir þessa nafnbót hjá okkur á blakfréttum.
Einn mikilvægasti leikmaður KA í vetur bæði í vörn og sókn, en Mateo er gríðalega góður alhliða leikmaður. Hann var stigahæsti leikmaður deildarinnar í vetur með 420 stig og lykilhlekkur í meistaraliði KA sem vann alla titla sem í boði voru í vetur.  

Við óskum Mateo innilega til hamingju með þessa nafnbót.

Aðrir sem fengu atkvæði: Filip Szewczyk, KA, Lúðvík Már Matthíasson, HK, Stefano Nassini Hidalgo, KA

Mynd frá Miguel Mateo Castrillo.
Mateo er leikmaður ársins