[sam_zone id=1]

Besti ungi leikmaður tímabilsins í Mizuno-deild kvenna

Eins og á síðasta ári höfum við hjá blakfréttum ákveðið að gera upp tímabilið hér á síðunni með því að velja lið og leikmenn ársins í efstu deild karla og kvenna. Það eru fréttaritarar síðunnar sem sjá um valið og ætlum við hér á næstu dögum að velja bestu leikmenn deildanna ásamt því að velja lið ársins.

Nú er komið að því að birta hver varð fyrir valinu sem besti ungi leikmaður deildarinnar. Valið fór þannig fram að hver fréttaritari valdi topp 3 fyrir sig og fengu leikmenn stig eftir því. Við munum síðan birta okkar topp 3 hér að neðan.

3. sæti: Tinna Rut Þórarinsdóttir, Þróttir Nes.
Tinna átti flottan vetur með Þrótti Nes og var einn öflugasti leikmaður liðsins. Hún var stigahæsti leikmaður liðsins í vetur með 157 stig. Hún var einnig öflug í móttöku þar sem hún var með 43% móttöku í vetur.

2. sæti Matthildur Einarsdóttir, HK
Matthildur var mjög góð í ár þrátt fyrir að vera að leika nýja stöðu. Hún færði sig af kanntinum og fór yfir í uppspilið hjá HK. Matthildur leysti það verkefni mjög vel af hendi og var einn besti uppspilari deildarinnar í vetur, þar sem hún hjálpaði liðinu til silfurverðlauna í deild og bikar.

1. sæti Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Það munaði ekki miklu á efstu tveimur sætunum en Sara Ósk er besti ungi leikmaður tímabilsins þetta árið. Sara er vel að titlinum kominn en hún átti stórgott tímabil með liði HK í ár.
Sara var meðal bestu miðjumanna landsins og var m.a. með flest stig úr hávörn í vetur eða 53 stig.

Við óskum Söru innilega til hamingju með þessa nafnbót.

Aðrar sem fengu atkvæði:
Eldey Hrafnsdóttir, Þróttur R. Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, Þróttur Nes, Katla Hrafnsdóttir Þróttur R. Arna Védís Bjarnadóttir Völsungur.

Mynd frá A & R Photos.
Sara Ósk, besti ungi leikmaður ársins 2019