[sam_zone id=1]

Vinnufundur um blak á Íslandi

Laugardaginn 18. maí mun stjórn Blaksambands Íslands leita til blakhreyfingarinnar eins og hún leggur sig og boðar til vinnufundar um framtíð blaksins á Íslandi.

Stjórn BLÍ skorar á alla sem er umhugað um framtíð blaksins að skrá sig og taka þátt í þeirri vinnu sem þarf að leggjast yfir. Skráning á vinnufundinn fer fram í gegnum heimasíðu BLÍ, HÉR eða á hlekknum hægra megin á forsíðunni.

Skráningarfrestur er til miðnættis 15. maí nk.

Dagskrá fundarinns ásamt tilgangi og markmiðum er hægt að sjá hér að neðan: