[sam_zone id=1]

Sladjana ráðin yfirþjálfari Álftaness

Veljko Sladjana Smiljanic hefur verið ráðin yfirþjálfari blakdeildar Álftaness. Sljadjana mun þá vera yfir þjálfun í öllum deildum í blakinu hjá Álftanesi og skipuleggja allar æfingar.

Blakdeild Álftaness mun í samstarfi við Sladjönu koma á laggirnar öflugu barna- og unglingastarfi til þess að styrkja blakdeildina.

Sladjana verður aðalþjálfari karlaliðsins og á næstu dögum mun koma á hreint hver verður henni til aðstoðar. Hún verður einnig aðstoðarþjálfari kvennaliðsins en Matthew Gibson mun stýra liðinu eins og síðastliðin vetur.